BUR1024 - Burðaþolsfræði
Áfangalýsing:
Frumatriði burðarþolsfræðarinnar kynnt. Áhersla lögð á fjöðrun efna og Hooks-lögmál. Grundvallaratriði jafnvægisfræðinnar rifjuð upp og kynnt hvað átt er við með togspennu, þrýstispennu og skurðspennu. Kynnt hvernig skurðkrafta og vægislínurit fyrir bita eru teiknuð. Kennt hvernig flatar- og viðnámsvægi fyrir ýmis bitaþversnið eru fundin og sýnt hvernig þessum þáttum er beitt til að finna spennu í bitum og ákvarða stærð þeirra. Kennt hvernig Euler reiknireglunni er beitt til að finna styrk og spennu í súlum