BSF2012 - Stýri og fjöðrun framvagn
Áfangalýsing:
Farið yfir aðferðir við mat á ástandi búnaðar og íhluta í framvagni, vinnubrögð við viðgerðir og meðhöndlun búnaðar og íhluta. Upprifjun á frágangi skrúffestinga. Farið yfir grunnatriði hjólastillinga. Áhersluatriði í kennslu: vönduð vinna, fagleg vinnubrögð og nákvæmni. Mikilvægi þess að allar festingar og splitti séu rétt frágengin. Gera grein fyrir þeirri hættu sem skapast af lélegum vinnubrögðum. Slysahætta við vinnu undir ökutæki og akstursöryggi eftir viðgerð.