BRR301 -
Áfangalýsing:
Farið yfir ýmsan rafeindabúnað í ökutækjum með áherslu á algeng hreyfilstjórnkerfi. Farið yfir gerð sannindatöflu og umreikning milli talnakerfa. Leit að upplýsingum um viðfangsefni áfangans og lestur viðgerðarbóka. Farið yfir notkun og meðferð mæli- og prófunartækja. Gerðar tilraunir á bifreiðum, í notkun skanna framleiðanda. Æfingar í skoðun, prófun og greiningu á ástandi hreyfla með rafeindastýrð stjórn- og eftirlitskerfi.