Fara í efni  

BHR3012 - Hreyflar smurkerfi kælikerfi

Áfangalýsing:

Upprifjun á efnisfræði viðkomandi áfanganum. Farið er yfir smurkort/olíuleiðbeiningar, losun olíu af forðageymum, áfyllingar, skipt um síur og mældur olíuþrýstingur. Olíupanna er tekin undan, sveifaráslegur skoðaðar, mældur sveifarás og skipt um pakkningar og þétti. Smurolíudælur, olíuleiðslur og olíugangar yfirfarnir. Farið er í hvar helst er hætta á olíuleka eða olíueyðslu. Tæming og áfylling kælivökva. Gerðar prófanir á kælikerfi og miðstöð: hitastjórnun, þrýstiþol, leki, frostþol. Hreinsun kælikerfis. Skipt um kæli, kæliviftu, viftureim, kælivökvadælu, hitaliða og slöngur. Meðhöndlun á úrgangsvökvum, þ.e. olíu og kælivökva. Skýrðar eru ástæður þess að olía geti verið í vatni eða vatn í olíu. Farið er yfir virkni loftfrískunarkerfa (AC) og sérstaka mengunarhættu af kælimiðli þessara kerfa (reglugerð 834/2010). Æfð vinnubrögð við að lyfta ökutæki og vinna undir ökutæki þ.m.t. öryggisatriði við vinnu undir ökutæki á lyftu.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.