BHE3012 - Hemlar Vökvahemlar II
Undanfari: BHE2012
Áfangalýsing:
Farið er yfir virkni höfuðdælu og stjórnbúnaðar í vökvakerfum, áhersla lögð á eftirfarandi þætti: þrýstijöfnun, hleðsluskynjun, þrýstitakmörkunar- og viðvörunarbúnað. Nemendur kynnast verkefnum við prófanir og stillingar og þjálfast í hemlunarprófun. Þá læra þeir að meta slit og ástand skála og diska og æfast í að renna diska.