BAF7012 - Aflrás drif
Undanfari: BAF2012, BAF3012 og BAF4012
Áfangalýsing:
Farið er yfir gerð og virkni helstu gerða drifa og mismunadrifa: hypoid-drif, snigildrif, torsen-drif, drif í sjálfstæðum ási og innbyggt í gírkassa. Skoðuð eru ýmis tilbrigði læsanlegra drifa: tregðulæsing, föst læsing og seigjutengsli. Nemendur þjálfast í viðgerðum og stillingum á drifum, vinnu tengdri drifum, við driföxla, nafgír, drifliði og öxulþétti ásamt útreikningum á drifhlutfalli. Áhersla er lögð á skaðsemi smurolíu, hættur þegar unnið er undir ökutæki og við meðhöndlun þungra hluta.