BAF5012 - Aflrás - vökvaafl
Undanfari: BAF2012,BAF301,BAF401
Áfangalýsing:
Fjallað er um gerð og virkni vökvakerfa og íhluta þeirra, m.a. vökvadælur, strokka, vökvahreyfla og vökvalagnir. Farið er í grunnreglur og útreikninga á afli, vægi, afköstum, nýtingu og þrýstingi. Þá er fjallað um reglubundið viðhald, ástandsskoðun og þrýstimælingar og farið yfir vökvakerfisolíur og síur, vökvaleiðslur og tengi. Áhersla er lögð á hættur og skaðsemi olíu, hreinlæti og nákvæmni í vinnu við vökvakerfi.