Fara í efni  

BAF4012 - Aflrás gírkassar

Undanfari: BAF2012,BAF301

Áfangalýsing:

Fjallað er um hvað geti valdið bilunum eða ótímabæru sliti í kúplingu. Farið er yfir helstu aðgæsluatriði við ísetningu á kúplingu, þ.e. miðstillingu, skekkju eða kast vélahluta og olíuleka. Kynntar eru mismunandi gerðir færslubúnaðar frá fetli í kúplingu. Gerðar eru athuganir og prófanir á gírkassa og festingum þar sem gírkassi er tekinn úr ökutæki, tekinn í sundur, skoðaður, settur saman, settur aftur í ökutæki og prófaður. Farið er yfir hvernig haga skuli bilanaleit t.d. reynsluakstri. Þá er farið yfir skrúffestingar (bolta og rær), stillingar og notkun loftverkfæra. Áhersla er lögð á öryggi við vinnu undir ökutæki og hreinlæti, vinnuhraða og öguð vinnubrögð.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.