Fara í efni  

ATF295A -

Áfangalýsing:

Áfanginn styðst við sex meginstoðir menntunar eins og þær koma fram í nýrri Aðalnámskrá framhaldsskóla - Læsi í víðum skilningi, menntun til sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og skapandi starf. Nemendur fá almenna reynslu á að minnsta kosti einum vinnustað og tækifæri til að tileinka sér æskileg vinnubrögð og viðhorf til framtíðar. Leiðbeinandi (starfsfóstri) á vinnustað sér um að kynna vinnustaðinn fyrir nemandanum og kennir þau vinnubrögð sem ætlast er að nemandinn tileinki sér. Starfsfóstrinn sér einnig um að í byrjun hafi nemandinn stöðugt möguleika á að fá aðstoð og leiðbeiningar í kjölfarið verði síðan hægt að fela nemandanum ákveðna verkþætti og hægt er að ætlast til að nemandinn leysi ákveðin verk úr hendi á eigin ábyrgð. Ætlast er til að vinnustaður geti nýtt tíma nemanda til að sinna störfum sem þarf að vinna.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.