ATF195A - Atvinnufræði
Áfangalýsing:
Áfanginn styðst við sex meginstoðir menntunar eins og þær koma fram í nýrri Aðalnámskrá framhaldsskóla - Læsi í víðum skilningi, menntun til sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og skapandi starf. Nemendur öðlast aukinn skilning á styrkleikum sínum, veikleikum og takmörkunum, bæði þegar kemur að atvinnu og í daglegu lífi. Veitt er innsýn í kjaramál og vinnumarkað, kynnt starfsemi stéttarfélaga og starfsemi fyrirtækja sem nemendur velja að hluta til sjálfir. Farið er yfir hvaða skyldur starfsmenn þurfa að uppfylla varðandi mætingar, þagnarskyldu og fleira ásamt að skoða réttindi þeirra á vinnumarkaði, lífeyrismál, veikindarétt, orlofsgreiðslur og atvinnuleysistryggingar. Farið verður í ferli atvinnuleitar, gerð ferilskrár og hvernig starfsviðtöl fara fram. Nemendur fá einnig innsýn í íslenska menntakerfið og kynna sér nánar leiðir að hinum ýmsu störfum og þær hindranir og bjargir sem á leið þeirra kunna að verða.