Fara í efni

Meistaraskóli

Iðnmeistaranám er í boði í fjarnámi fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í iðngrein. Afrit eða staðfesting á sveinsbréfi þarf að fylgja umsókn. Umsóknarvefur.
Athugið að umsóknartími meistaraskóla er annar en fyrir almennar umsóknir. Dagatal fjarnáms

 

Almennt meistaranám
Málmiðngreinar
Rafiðngreinar  
Byggingagreinar: húsasmíði, múrsmíði, pípulagnir

Nemendum sem taka námið með fullri vinnu er ráðlagt að skipta náminu í þrennt eða fernt. Á þremur önnum er passlegt að taka um 13 einingar / 3 áfanga á önn en fjórskipt 2-3 áfanga á önn. Sérgreinar byggingamanna eru aðeins kenndar í VMA á vorönnum en viðbót í raf- og málmgreinum sækja nemendur í aðra skóla eða annað námsfyrirkomulag. Þær greinar sem eru sameiginlegar öllu meistaranámi eru í boði á öllum önnum en sú staða gæti komið upp að hópar fyllist og nemendum er þá boðið pláss í öðrum áfanga eftir atvikum. Vegna mikillar aðsóknar geta nemendur ekki vænst þess að fá fleiri en 3 áfanga á önn.

Meistaranám við VMA er í boði fyrir allar starfsgreinar en neðantaldar greinar hafa sérgreinar sem hér segir:

  • Byggingagreinar: Til viðbótar þarf 3 áfanga, 2 eru kenndir í fjarnámi og einn í staðlotu (áfangar kenndir á vorönnum í VMA). Hafið samband við sviðsstjóra vegna þessara áfanga.
  • Málmiðngreinar: Til viðbótar þarf 8 einingar í fagtengdum greinum, t.d. vélstjórnargreinar umfram vélvirkjanámið.
  • Rafiðngreinar: Til viðbótar þarf 30 einingar í faggreinum hjá Rafmennt.

Námskrár með áfangalýsingum eru hér:

MEIS4BS05 Bókhald og skjalavarsla
MEIS4FJ04 Fjármál
MEIS4GS02 Gæðastjórnun
MEIS4KL06 Kennsla og leiðsögn
MEIS4RE05 Rekstrarfræði
MEIS4ST06 Stjórnun
MEIS4SF05 Stofnun fyrirtækja
MEIS4SÖ03 Sölufræði
MEIS4ÖU02 Öryggi og umhverfi
 Faggreinar byggingamanna 
MMÆL4MS03  Mælingar, verður kennt sem námskeið á Akureyri
MLÖR4MS02  Lögfræði
MEFB4MS03  Burðarþol og efnisfræði


Hér er dæmi um hvernig hægt er að raða saman áföngum með svipuðu álagi í 3 annir. Athugið að það skiptir ekki máli í hvaða röð þessir pakkar, eða stakir áfangar, eru teknir

MEIS4BS05 MEIS4KL06 MEIS4SF05
MEIS4FJ04 MEIS4RE05 MEIS4ST06
MEIS4SÖ03 MEIS4GS02 MEIS4ÖU02
Getum við bætt efni síðunnar?