Fara í efni

Kjötiðn

Brautarlýsing

Kjötiðnaðarmaður útbýr kjöt og kjötrétti í neytendapakkningar, setur upp kjötborð og afgreiðir viðskiptavini. Hann starfar m.a. í kjötvinnslu, í kjötdeildum verslana, í sláturhúsum, við sölu á matvælum. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Kjötiðnaðarmaður vinnur í samræmi við gæðaferla og gæðastaðla um innra eftirlitskerfi vinnustaða, vinnureglur um rekjanleika vöru og þjónstu sem og á afgreiðslu á vörum og þjónustu og almennar siðareglur. Kjötiðn er löggilt iðngrein.

Nánari upplýsingar um brautina er hægt að nálgast hér.

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að vera á samningi í greininni við upphaf náms.

 

Annarplan

Kjötiðn er verklegt og bóklegt fagnám sem lýkur með sveinsprófi á 3. hæfniþrepi. Námið er 288 einingar og fer fram í skóla (88 ein.) og á viðurkenndum starfsnámsstöðum (200 ein.) sem hafa rétt til að taka nemendur á námssamning.

ATH! Hópur byrjaði á haustönn 2023 og ekki hefur verið ákveðið hvenær hópur mun fara næst af stað, sem ræðst fyrst og fremst af nemandafjölda í greininni.
Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri verknáms í síma 464-0300.

Greinar

1.önn*

2.önn*

3.önn*

 
Enska   ENSK2LS05    
Stærðfræði   STÆF2TE05    
Íslenska ÍSLE2HS05      
Innra eftirlit IEMÖ1GÆ02      
Örverufræði   ÖRVR2HR02    
Næringarfræði   LÍFF2NÆ05    
Skyndihjálp SKYN2EÁ01      
Hreyfing HREYFING HREYFING HREYFING  
Fagfræði KJÖF1VÖ08   KJÖF3PG05-KJÖF4PG03  
Kjötiðnaður KJÖT2KM20   KJÖT2PY22  
Nám og tölvur     NÁTÖ1UT03  
Starfsþjálfun Allt að 126 vikur á starfsnámsstöðum. Samning (ferilbók) þarf að gera áður en nemandi hefur nám á námsbraut. STÞ-200 EIN
Samtals 37 18 34 289

*Námið er skipulagt sem 3 annir í skóla, sem þó eru ekki kenndar í samfellu, og ræður framvinda rafrænnar ferilbókar tíma á starfsnámsstað.

 Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi

 

Greinar

       
Íslenska ÍSLE2HS05 ÍSLE2KB05 Íslenska á 3.þrepi Íslenska á 3.þrepi
Enska ENSK2LS05      
Danska DANS2OM05      
Stærðfræði STÆF2xx05
(5 ein/2. þrep)
     
Ensku-/stærðfræðival ENSK/STÆF
5 einingar
ENSK/STÆF
5 einingar
ENSK/STÆF
5 einingar
 
Bóknámsval 5 eininga val      
Getum við bætt efni síðunnar?