Fara í efni

Vélvirkjun

Nám í málm- og véltæknigreinum er sambland af verk- og bóknámi sem miðar að því að búa nemandann undir líf og störf í nútíma lýðræðissamfélagi þar sem reynir á gagnrýna hugsun og upplýsingaöflun auk virkrar þátttöku í mótun þess samfélags sem nemandinn er hluti af. Markmið náms í vélvirkjun er að að gera nemandann færan um að uppfylla hæfnikröfur sem gerðar eru til vélvirkja en þeir fást m.a. við uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði t.d. í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum, orkuverum og orkuveitum.

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Efnisgjöld eru innheimt fyrir ákveðna áfanga og má sjá lista yfir það hér.

Niðurröðun á annir

Nánari brautarlýsing hér
BRAUTARKJARNI     1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP  
Efnisfræði málma EFMA 1JS04 4 0 0  
Enska
ENSK 2LS05 0 5 0  
Eðlisfræði EÐLI 2AO05 0 5 0  
Grunnteikning GRUN 1FF04 - 2ÚF04 4 4 0  
Heilsa og lífstíll HEIL 1HH04 - 1HD04 8 0 0  
Lífsleikni LÍFS 1SN02 - 1SN01 3 0 0  
Hlífðargassuða HLGS 2MT03 - 2SF04 0 7 0  
Iðnteikning málmiðna IÐNT 3AC05 - 3CN04 0 0 9  
Kælitækni KÆLI 2VK05 0 5 0  
Lagnatækni LAGN 3RS04 0 0 4  
Logsuða LOGS 1PS03 3 0 0  
Rafsuða RAFS 1SE03 3 0 0  
Rafmagnsfræði RAMV 1HL05 - 2MJ05 - 2SR05 5 10 0  
Rafeindatækni REIT 2AR05 0 5 0  
Rökrásir RÖKR 3IS05 0 0 5  
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01 0 1 0  
Smíðar SMÍÐ 1NH05 - 2NH05 - 3VV05 5 5 5  
Starfsþjálfun STAÞ 1MS20 - 2MS20 - 2VS20 - 3MS20
20 40 20  
Stærðfræði STÆF 2RH05 0 5 0  
Stýritækni málmiðna STÝR 1LV05 5 0 0  
Viðhald véla VIÐH 3VV04 0 0 4  
Vélfræði VÉLF 1AE05 - 2VE05 5 5 0  
Vélstjórn VÉLS 1GV05 - 2KB05 - 2TK05 - 3VK05 5 10 5  
Viðhalds- og öryggisfræði VÖRS 1VÖ04 4 0 0  
Véltækni 1
VÉLT 3ÁL04
0 0 4  
Íslenska ÍSLE 2HS05 0 5 0  
      74 112 56  
Frjálst val 5 einingar            
      Einingafjöldi brautar = 247
Getum við bætt efni síðunnar?