Fara í efni

Grunnnám málm- og véltæknigreina (GNM)

Grunnnám málm- og véltæknigreina veitir nemendum undirbúning til áframhaldandi náms í málm- og véltæknigreinum s.s. í stálsmíði, bifvélavirkjun og vélstjórn. Auk kjarnagreina taka nemendur faggreinar s.s. málmsuðu, málmsmíðar, rafmagnsfræði og vélstjórn.

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Grunnnám málm- og véltæknigreina er eins árs 61 eininga nám og skilar nemendum hæfni á 2. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. 

Nánari brautarlýsing hér.

BRAUTARKJARNI                      1.ÞREP 2.ÞREP 3.ÞREP
Íslenska ÍSLE 2HS05     0 5 0
Enska ENSK 2LS05     0 5 0
Stærðfræði STÆF 2RH05     0 5 0
Heilsa og lífstíll HEIL  1HD04 - 1HD04    8 0 0
Lífsleikni LÍFS 1SN02 1SN01   3 0 0
Smíðar SMÍÐ 1NH05 2NH05   5 5 0
Vélstjórn VÉLS 1GV05     5 0 0
Grunnteikning GRUN 1FF04 2ÚF04   4 4 0
Logsuða LOGS 1PS03     3 0 0
Hlífðargassuða HLGS 2MT03     0 3 0
Rafmagnsfræði RAMV 1HL05     5 0 0
           33 28 
ALLS       61 einingar
     

 

       Niðurröðun á annir

1.önn 2.önn
 ENSK2LS05   GRUN2ÚF04
 GRUN1FF04  HEIL1HD02
 HEIL1HD/HN04  HLGS2MT03
 LÍFS1SN02  ÍSLE2HS05
 LOGS1PS03  LÍFS1SN01
 SMÍÐ1NH05  RAMV1HL05
 STÆF2RH05  SMÍÐ2NH05
 VÉLS1GV05  
   
33 25

 

Nemendur velja HEIL1HD04 eða HEIL1HN04 í stað HEIL1HH02 og HEIF1HN02

Að loknu grunnnámi málm- og véltæknigreina standa nemendum til boða ýmsar námsleiðir, m.a.:

Bifvélavirkjun

Stálsmíði

Nemendur sem stefna á vélstjórn þurfa að taka STÆF2AM05 og VÉLS2KB05 á 2.önn.

23. mars 2018. 
Getum við bætt efni síðunnar?