Fara í efni

Bifvélavirkjun (Staðfestingarnúmer 286)

Bifvélavirki er lögverndað starfsheiti og bifvélavirkjun er löggilt iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við hin ýmsu viðfangsefni sem bifvélavirkar inna af hendi, það er viðhald, viðgerðir og breytingar á ökutækjum. Námið samanstendur af bóklegu- og verklegu námi í skóla ásamt starfsþjálfun á vinnustað undir leiðsögn meistara. Námstíminn skiptist tvo vetur í faggreinanámi og 12 mánaða starfsþjálfun á vinnustað. Að því loknu þreyta nemendur sveinspróf í greininni sem veitir nemendum rétt til starfa í greininni og rétt til náms til meistara í greininni.

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Skipulag

Nám í bifvélavirkjun eru sex annir í skóla sem felast í faggreinanámi bifvélavirkjunar auk kjarnagreina sé þeim ekki lokið. Námið felst í bók- og verklegu námi. Námi í skóla lýkur með burtfaraprófi úr framhaldsskóla. Auk þess þarf neminn að ljúka starfsþjálfun á vinnustað undir stjórn meistara áður en hann þreytir sveinspróf í greininni.

Námsmat

Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.

Reglur um námsframvindu

Nám í bifvélavirkjun er 262 einingar og skilar nemendum hæfni á 3. þrepi. Námstími er 3 ár í skóla og eitt ár í starfsþjálfun. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.

Hæfnisviðmið

  • meta, greina og lagfæra allar algengustu bilanir helstu gerða ökutækja, vinnuvéla og eftirvagna
  • gera við eða skipta um slitna eða bilaða hluti í helstu gerða ökutækja, vinnuvéla og eftirvagna
  • ráðleggja um mögulega viðgerð og leiðbeina um hagkvæmustu aðgerð frá sjónarmiði viðskiptavinarins með tilliti til óska hans um sem lægstan viðgerðakostnað, með hliðsjón af umferðaröryggi, ástandi, útliti og notagildi ökutækisins og jafnframt fylgt kröfum um umhverfisvernd
  • vinna heildstæð verkefni sem byggja á sjálfstæði og skipulagshæfni
  • eiga góð samskipti við samstarfsmenn og viðskiptavini og hefur tileinkað sér kurteisi og umburðarlyndi gagnvart þeim. Hann þekkir þær meginreglur sem rekstur fyrirtækja í greininni byggja á
  • leysa verk sín af hendi með aðstoð handbóka og annarra tiltækra stoðgagna og annars efnis sem snertir starfið, bæði á íslensku og ensku. Einnig að nýta sér leiðbeiningaefni í rafrænu formi, svo sem tölvutæku efni eða á veraldarvefnum
  • leysa verk sín af hendi með aðstoð handbóka og annarra tiltækra stoðgagna einnig með hliðsjón af umferðarlögum, fyrirmælum laga og reglugerða um hættuleg efni og vinnubrögð, reglugerð um gerð og búnað ökutækja og með tilliti til umhverfissjónarmiða
  • skrá vinnuskýrslur og verklýsingar m.a. í ferilskrá ökutækis
  • sýna fagmennsku og siðferðisvitund við allar aðstæður og geta viðhaldið faglegri þekkingu sinni með námskeiðum, öflun upplýsinga á internetinu og með öðrum hætti
  • vinna sjálfstætt, meta eigin getu og forgangsraða viðfangsefnum, greina hvaða aðferðir eiga við hverju sinni og rökstyðja aðferðir sem hann notar
  • tjá sig af öryggi, munnlega og skriflega, s.s. með verkdagbókum, vinnuseðlum og skýrslum
  • leiðbeina öðrum, sýna leikni í samstarfi og samskiptum við samstarfsfólk og taka fullt tillit til þarfa viðskiptavina og aðstæðna

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep 4. þrep
Raftækni BMRA 4RS03(AV) 0 0 0 3
Samskiptastjórnun bifreiða BMRS 4ST05 0 0 0 5
Öryggisbúnaður BMRÖ 4ÖS05(AV) 0 0 0 5
Tæknilýsingar framleiðanda BMTF 4TF02(AV) 0 0 0 2
Vistvæn ökutæki BMVÖ 4VÖ03(AV) 0 0 0 3
Rafmagn í bíliðngreinum BRAF 2MR05(AV) 3RB05(AV) 3RH05(AV) 3RS05 0 5 15 0
Rekstrarhagfræði í bíliðnum BREK 2RH03 0 3 0 0
Aflrás - grunnur BVAF 2LG05(AV) 3GK03 3SV05(AV) 0 5 8 0
Efnisfræði í bifvélavirkjun BVEF 2EB05 0 5 0 0
Hemlar ökutækja BVHE 2HÍ05(AV) 3ÞH05(AV) 0 5 5 0
Hreyflar í ökutækjum BVHR 2VH05(AV) 3BO05(AV) 3BV02(AV) 3EK05(AV) 3VT03(AV) 0 5 15 0
Plast BVPL 2GV03 0 3 0 0
Rafeindatækni í bifvélavirkun BVRT 3RB05(AV) 0 0 5 0
Stýri - fjöðrun BVSF 2SF03 3SH03 0 3 3 0
Tjónamat BVTM 3TM03(AV) 0 0 3 0
Verkstæðisfræði BVVE 2VS05(AV) 0 5 0 0
Ýmis búnaður BVÝB 2BB03 3BB02(AV) 0 3 2 0
Enska ENSK 2LS05 0 5 0 0
Grunnteikning GRUN 1FF04 2ÚF04 4 4 0 0
Heilsufræði HEIF 1HN02(AV) 1HN02(AV) 4 0 0 0
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HH02 1HH02(AV) 4 0 0 0
Hlífðargassuða HLGS 2MT03 0 3 0 0
Íslenska ÍSLE 2HS05(AV) 0 5 0 0
Lífsleikni LÍFS 1SN01 1SN02 3 0 0 0
Logsuða LOGS 1PS03(AV) 3 0 0 0
Rafmagnsfræði RAMV 1HL05 5 0 0 0
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01 0 1 0 0
Smíðar SMÍÐ 1NH05 2NH05 5 5 0 0
Starfsþjálfun STAÞ 1SB15 2SB25 3SB25 4SB15 15 25 25 15
Stærðfræði STÆF 2RH05 0 5 0 0
Vélstjórn VÉLS 1GV05 5 0 0 0
Einingafjöldi 257 48 95 81 33

Frjálst val

Nemendur hafa 5 einingar í frjálsu vali.

Getum við bætt efni síðunnar?