Spörum pappír: Sé óskað eftir útprentun á einstökum námsbrautum er bent á að undir umsókn um skólavist má finna valbækling þar sem hægt er að velja einstakar síður til útprentunar einnig má kaupa valbækling á skrifstofu VMA.
Hver námsbraut hefur ákveðna samsetningu námsáfanga auk þess sem ljúka þarf tilskildum heildarfjölda námseininga. Þegar tilskildum einingafjölda í ákveðnum námsgreinum er náð hefur nemandinn lokið námi sínu. Um 70 námseiningar þarf til að ljúka námi á tveggja ára brautum og a.m.k. 140 einingar til stúdentsprófs. Á iðnbrautum þarf að ljúka 60 til 113 einingum fyrir sveinspróf og í vélstjórn allt að 218 einingum (vélfræðingur).
Sá tími sem það tekur að ljúka námi af einstökum brautum er mjög breytilegur. Með brautarlýsingum er gefinn upp meðalnámstími. Nemendur geta þó ráðið nokkru um námshraða sinn og lengt hann eða stytt. Reglulegt nám til stúdentsprófs skal taka 11 annir mest og reglulegt tveggja ára nám 7 annir mest.