VST3048 - Vélstjórn
Áfangalýsing:
Eldsneytisolíur og eldsneytiskerfi (svartolía, gasolía). Rekstur eldsneytiskerfa skipavéla (svartolía, gasolía). Nákvæmlega farið í alla þætti kerfa fyrir gasolíu og svartolíu. Smurolía og smurolíukerfi. Eiginleikar smurolíu og áhersla lögð á gildi hinna mismunandi eiginleika í starfi. Nákvæmlega farið í alla þætti smurolíukerfa. Ferskvatns- og sjókælikerfi í skipum. Æskilegir eiginleikar ferskvatns og bætiefni. Tæringarvaldar og aðgerðir til úrbóta. Ferskvatnseimar, gangsetning og rekstur. Mismunandi skilvindur (vökvaskilja, soraskilja) teknar sérstaklega fyrir ásamt skilvindukerfum fyrir eldsneyti (ALCAB). Nánar farið í austurs- og kjölfestukerfi, ásamt þeim reglum sem um þær gilda (MARPOL). Í hinum verklega þætti er áhersla lögð á eftirtaldar æfingar: strokkmælingar, bullu- og bulluhringjamælingar, sveigjumælingu, viðgerð á olíuverki, tímastillingu með gráðuskífu. Teiknuð öll kerfi dísilvélarinnar. Tímastilling ventla. Sundurtekt og samsetning á skilvindum. Keyrsla dísilvéla og taka ritmynda. Hluti kennslunnar fer fram í vélarrúmshermi skólans.