Fara í efni  

VLV1036 - Valið lokaverkefni

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga vinna nemendur lokaverkefni þar sem þeir nýta þekkingu og færni sem þeir hafa aflað sér í hinum ýmsu þáttum námsins. Nemendur velja verkefni í samvinnu við kennara í upphafi annar og gera því næst verk- og kostnaðaráætlanir og önnur gögn er verkið varða. Æskilegt er að verkefni tengist atvinnulífinu og sé unnið í samstarfi við fyrirtæki en það getur einnig verið hreint skólaverkefni sem tengist vinnu nemenda í öðrum áföngum. Í upphafi áfanga er mikilvægt að nemendur fái sameiginlega kynningu á aðferðafræði verkefnavinnunnar og þeim kröfum sem skólinn gerir varðandi gæði verkefna, faglega breidd og dýpt, umfang, efnistök, framsetningu, frágang. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni ýmist einir sér eða tveir saman að lokaverkefni. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og ábyrgð nemenda en nauðsynlegt er að þeir hafi aðgang að kennurum og e.t.v. einnig aðilum í atvinnulífinu sem gætu veitt leiðsögn í verkefnavinnunni. Í lok áfangans leggja nemendur fram verkefni sín og kynna þau innan skólans.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.