VID1348 - Viðskiptafræði
Áfangalýsing:
Fjallað er um lögmál efnahagslífsins, mismunandi starfssvið og mikilvægi jákvæðra samskipta. Nemendur þróa viðskiptahugmynd og framkvæma nauðsynlegan undirbúning fyrir stofnun fyrirtækis. Þeir fjármagna stofnunina með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi og búa til ítarlega viðskiptaáætlun. Henni er hrint í framkvæmd og fyrirtækið síðan gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins. Framkvæmdin er höfð eins raunveruleg og kostur er. Höndlað er meðpeninga og nemendum veitt ábyrgð til mikilvægrar ákvarðanatöku í sínu fyrirtæki. Námskeiðið miðar að því að efla viðskiptavitund nemenda og kynna mikilvægi undirbúnings og fjölbreyttra verkþátta við rekstur fyrirtækis. Verkefni námskeiðisins þ.e.a.s. Stofnun, rekstur og uppgjör fyrirtækissins á að vera á höndum nemenda. Mikilvægt er að nemendur beri ábyrgð á framgangi þess og séu meðvitaðir um ábyrgð sína frá upphafi. Sá tími (15 vikur) sem gefinn er til verkefnisins er ekki langur og því mikilvægt að taka ákvarðanir hratt og vel og vinna hratt og vel.