VGM208G - Verkleg málmsmíði
Undanfari: VGM 108
Áfangalýsing:
(HVM204, REN202, MLS202) Nemendur auka þjálfun sína í smíði hluta þar sem reynir á nákvæmni í meðferð handverkfæra, mælitækja, lestur teikninga og vélavinnu, aukin áhersla er lögð á notkun almennra verkstæðisvéla. Áhersla lögð á meðferð, umhirðu og öryggisþættir þessara véla og tækja. Nemendur kunni að slípa bora og spónskurðarverkfæri, sem þeir þurfa að nota við vinnuna, sem og notkun handbóka og taflna. Nemendur öðlist nægilega færni til að leysa verkefni í rennibekk og fræsivél, innan við 0,1 mm málvika. Þeir eiga geta smíðað einfalda gripi eftir nákvæmum teikningum, bæði í vélum og með handverkfærum. Jafnframt fer fram fræðsla um slysahættu við verkstæðisvinnu, sem og almenna öryggisþætti á vinnustað. - Nemendur kunna skil á helstu suðuaðferðum, efni og suðuvírum. Þeir geta metið aðstæður til rafsuðu og framkvæmt ásuðu, flansasuðu og hornasuðu, lóðrétt fallandi og stígandi suðu og rörasuðu. Færni miðast við kverksuðu og grunnatriði suðuferlis. Nemendur geta skráð grunnatriði suðuferlislýsingar. Farið vel yfir öryggisþætti bæði fyrir rafsuðu og logsuðu, sem og annara hlífðargasstegunda. Nemendur eiga óstuddir og hjálparlaust að geta meðhöndlað og beitt helstu vélum og verkfærum sem notuð eru við plötuvinnu. Þeim er gerð ljós sú hætta sem af vélunum getur stafað og sérstaka áherslu skal leggja á að þeir skaðist ekki við vinnu sína. Áfangarnir SMÍ206 + MLS202 jafngilda VGM208.