Fara í efni  

UPP3036 - Uppeldisfræði

Undanfari: UPP203

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga vinna nemendur eitt stórt rannsóknarverkefni. Mikilvægt er að nemendur komi sjálfir með hugmyndir um val á viðfangsefni og áhugi þeirra stýri verkefninu. Verkefnið þarf aðeins að varða uppeldisaðstæður barna og unglinga á einhvern hátt. Viðfangsefnin geta verið af ýmsum toga t.d. fötluð börn, unglinga-og barnaefni í fjölmiðlum, tölvunotkun, barnateikningar, ungbarnasund, ungbarnanudd, ungir foreldrar, uppeldisstefnur í leikskólastarfi, áhrif ofbeldis á börn, samskipti, agamál og hreyfing. Einnig geta nemendur dýpkað skilning sinn á efnisþáttum sem hafa verið til umfjöllunar í fyrri uppeldisfræðiáföngum.Kennari stýrir vinnu nemenda en nemendur bera sjálfir ábyrgð á verkefnavinnu sinni. Lögð verður áhersla á að nota rannsóknaraðferðir og rannsóknarferli sem viðhöfð eru í uppeldis og menntunarfræðum. Kennari veitir leiðsögn við meðferð og úrvinnslu þeirra gagna sem nemendur afla.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.