Fara í efni  

UPP2036 - Uppeldisfræði

Áfangalýsing:

Nemendur kynna sér áhrifaþætti í uppeldi barna, s.s. listir, barnaheimspeki, hreyfingu, fjölmiðla, tölvunotkun o.fl. Einnig áhrif ólíkra þroskahamlanna, áfalla og kvíðavalda t.d. langvarandi veikindi, sorgarferli, vanrækslu og ofbeldi. Einnig athuga nemendur lagalegan rétt barna, bæði á Íslandi og annarstaðar, hverjum beri að gæta réttinda þeirra og þær stofnanir sem koma að uppeldi þeirra.Nemendur kynna sér markmið uppeldis á Íslandi og skipulagðar leiðir sem farnar eru að þessum markmiðum. Skoðuð eru markmið leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla eins og þau koma fram í opinberum gögnum. Nemendur skoða hugmyndafræði, markmiðssetningu og skipulag valinna uppeldis- og/eða menntunarstofnana. Nemendur kanna merkingu hugtaka á borð við greind, skap, lund, óþekkt, agi, hlýðni, forvarnir, klámvæðing, jafnrétti, sjálfstæði, áföll, sorg, geðrænir sjúkdómar o.fl.Áhersla er lögð á sjálfstæði nemenda og samvinnu við skipulagningu og upplýsingaleit. Nemendum er ætlað að kynna niðurstöður sínar hver fyrir öðrum. Námsefnið er sveigjanlegt og því geta nemendur haft ráðrúm til að leggja áherslur á þá þætti sem þeir telja áhugaverðasta hverju sinni.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.