Fara í efni  

UPP1836 - Mentorverkefnið vinátta

Áfangalýsing:

Áfanginn er sérstaklega ætlaður 3- 4 árs nemum. Áfanginn byggir á hugmyndafræði þar sem nemendur veita grunnskólabörnum stuðning og hvatningu. Áhersla er lögð á gagnkvæman ávinning svo og hagsmuni samfélagsins í heild af því að börn og ungmenni kynnist og læri af aðstæðum hvers annars. Ungmenni fá þarna tækifæri til að verða jákvætt afl og fyrirmynd í lífi grunnskólabarna og börnin mynda tengsl við þroskaðri einstakling utan fjölskyldunnar. Nemandinn myndar tengsl við 7-10 ára grunnskólanemanda og ver 3 klst. á viku í samveru við barnið auk tveggja kennslustunda í mánuði með kennara frá septemberlokum til aprílloka. Þetta er próflaus áfangi utan stundatöflu. Samverustundir grunnskólabarna og mentora eru þrjár klst. á viku frá september til apríl og fá nemendur þrjár einingar fyrir áfangann.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.