UPP1036 - Almenn uppeldis- og menntunarfræði
Áfangalýsing:
Í þessum fyrsta áfanga í uppeldisfræði er lögð áhersla á kynningu á fræðigreininni uppeldis- og menntunarfræði. Fjallað er um rætur fræðigreinarinnar, sögu og hagnýtingu. Hugtakið uppeldi er tekið til umræðu og gildi uppeldis fyrir einstakling og samfélag. Mismunandi viðhorf til mannlegs eðlis eru skoðuð í ljósi mismunandi viðhorfa til uppeldis og menntunar. Lauslega er farið í þróun uppeldis og menntunar í Evrópu síðustu aldir. Nemendur kynnast hugmyndafræði og uppeldisaðferðum nokkurra þekktra uppeldisfræðinga sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf í Evrópu. Þeirra á meðal eru Rousseau, Pestalozzi, Fröbel, Montessori og Dewey. Fjallað um þroskaferil barna/unglinga. Áherslur m.a. á þróun sjálfsins, vitsmuna-, siðgæðis- og félagsþroska barna og unglinga. Mikilvægt er að nemandinn fái þjálfun, í sjálfstæðum vinnubrögðum við að leita upplýsinga, vinna úr gögnum, kynna niðurstöður skriflega og/eða munnlega. Og einnig er lögð áhersla á hópavinnu.