TES2024 - Teikning og skrift
Undanfari: TES102
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga er lögð áhersla á áframhaldandi þjálfun í teikningu algengra stafa-gerða og grunnatriði fríhendisteikningar. Nemendur gera tillögur um leturgerðir og stærðir út frá gefnum texta og stærð skiltaflatar. Þeir læra að velja og nota letur á markvissan hátt með því að setja saman mismunandi leturgerðir og gera tillögur þar til endanlegri útfærslu er náð. Í fríhendis teikningu fá nemendur þjálfun í að mæla út stærðir og hlutföll eftir fyrirmyndum, læra grunnatriði fjarvíddarteikningar og meðferð ljóss og skugga. Kennslan fer aðallega fram í formi uppstillinga og verkefna ásamt umfjöllun kennara um fræðilega þætti áfangans. Farið er í heimsóknir á söfn.