SKS1036 - Skreytimálun og skiltagerð
Áfangalýsing:
Í áfanganum kynnast nemendur þeim verkþáttum málaraiðnar sem snúa að skreyti-málun. Farið er yfir sögu skreytimálunar og stöðu hennar í nútíma þjóðfélagi með áherslu á ýmsar verkeiningar s.s. málun veggja, lofta, hurða og innréttinga. Unnið er með ýmsar gerðir lasúrefna og hvernig framkvæma má mismunandi útfærslur t.d. með pensli, dumbkústi, vaskaskinni, plastfilmu og afþurrkun með tusku. Nemendur læra hvernig standa skal að gerð burðarefna skapalóns og styrkingu þess, skurð og mismunandi útfærslur. Kennslan er að mestu verkleg þar sem nemendur takast á við skapandi og fjölþætt handverk.