Fara í efni  

SJL1048 - Teikning og merking

Áfangalýsing:

Í áfanganum læra nemendur grunnatriði teikningar. Námið er í þrem hlutum þar sem lögð er áhersla á að þjálfa formskyn, að skoða rými og umhverfi og að teikna mannslíkamann. 1) Lögð er áhersla á uppbyggingu og samsetningu mismunandi forma - að nemendur geti teiknað einfalda hluti þannig að þeir sýnist réttir í rýminu. 2) Að nemendur geti teiknað einfaldar eins- og tveggja punkta fjarvíddarteikningar í réttum hlutföllum. 3) Að nemendur geti teiknað mannslíkamann nokkurn veginn í réttum hlutföllum og geti gert sér grein fyrir því að fjarvíddar- styttingar breyta myndinni. Mikilvægt er að nemendur geti þróað sínar eigin hugmyndir út frá teiknivinnunni og notfært sér skissubækur við hugmyndavinnu sína.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.