SJL1036 - Sjónlisti - teikning
Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur grunnatriði teikningar. Námið er í þrem hlutum þar sem lögð er áhersla á að þjálfa formskyn, að skoða rými og umhverfi og að teikna mannslíkamann. Lögð er áhersla á uppbyggingu og samsetningu mismunandi forma - að nemendur geti teiknað einfalda hluti þannig að þeir sýnist réttir í rýminu. Að nemenur geti teiknað einfaldar eins- og tveggja punkta fjarvíddarteikningar í réttum hlutföllum. Að nemendur geti teiknað mannslíkamann nokkurn veginn í réttum hlutföllum og geti gert sér grein fyrir því að fjarvíddarstyttingar breyta myndinni. Mikilvægt er að nemendur geti þróað sínar eigin hugmyndir út frá teiknivinnunni og notfært sér skissubækur við hugmyndavinnu sína.