Fara í efni  

SJL1012 - Sjónlistir

Áfangalýsing:

Í áfanganum lærir nemandinn grunnatriði í teikningu. Hann þjálfar sig í að yfirfæra þrívíða fyrirmynd í tvívíða teikningu og jafnvel þrívíða. Nemandinn þjálfar eigin formskilning með því að teikna einföld form eins og kassa, kúlu og sívalning og skoða hvernig aðrar fyrirmyndir eru byggðar úr þeim. Hann teiknar rýmið í kringum sig, innanhúss og utan og lærir um leið;forsendur eins og tveggja punkta fjarvíddar og fleiri leiðir til að skapa dýpt. Nemandinn teiknar mannslíkamann og kynnist hlutföllum hans, jafnvægi og hreyfingu.Hann þjálfar sig í að beita ímyndunaraflinu í teikningu. Hann kynnist ólíkum möguleikum teikningar í listum, vísindum og hönnun í nútíma og sögu. Nemandinn notar ólíkar teikniaðferðir;og beitir margskonar teikniáhöldum.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.