Fara í efni  

SAG4036 - Alþjóðamál

Undanfari: SAG 303

Áfangalýsing:

Fjallað er um upphaf og sögu Íslam, einkenni þessara trúarbragða, Kóraninn og stöðu kvenna í Miðausturlöndum í nútímanum. Þá er fjallað um upphaf nútíma þjóðríkja í þessum heimshluta og með hvaða hætti þau urðu til í lok fyrri heimstyrjaldar. Í þriðja lagi eru kannaðar orsakirnar fyrir deilum Ísraela og Palestínuaraba sem hafa staðið yfir svo til óslitið alla 20. öldina. Í fjórða lagi eru kannaðar ástæður fyrir uppgangi ýmissa "herskárra" hópa í Miðausturlöndum á síðari hluta 20. aldar sem hafa haft það m.a. á stefnuskrá sinni að "íslamvæða" þau samfélög þar sem þeir hafa komist til valda, s.s. í Afganistan og Íran - og viðhorf þeirra til vestrænna ríkja og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Í fimmta lagi eru skoðaðar helstu ástæður fyrir árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 og svar þeirra við þeim. Að lokum er fjallað um núverandi stöðu Bandaríkjanna í alþjóðastjórnmálum í ljósi hernaðaraðgerða þeirra í Afganistan og Írak.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.