RAT3524 - Rafeindatækni
Undanfari: RAT 253
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga fá nemendur þjálfun í að tengja transistora. Mæla vinnuspennur þeirra við eðlilegar aðstæður og öðlast skilning á því hvernig hægt er að láta straumgrannar IC-rásir stýra aflfrekum tækjum með hjálp transistora. Nemendur kynnast möguleikum ljóstengja, bæði með transistor og tríakk, og fá þjálfun í að tengja þau og mæla. Nemendur öðlast þjálfun í að tengja og mæla vélgæslukerfi, sem er byggt upp með IC-rásum og transistorum, og kynnast mismunandi búnaði til að þreifa eftir ástandi á mælistöðum kerfisins. Nemendur eiga að fá aukna sérþekkingu og skilning á þeim þáttum rafmagnsfræðinnar sem lúta að stjórnbúnaði véla og tækja og bilanaleit. Í áfanganum er verklegur þáttur sem felst í því að þjálfa nemendur í uppbyggingu rafeindatækja, veita þjálfun í lóðningu íhluta á prentplötu og ganga frá tækinu á löglegan hátt.