Fara í efni  

RAM2036 - Rafmagnsfræði og mælingar

Undanfari: RAM103

Áfangalýsing:

Í áfanganum er fjallað um grundvallarhugtök og lögmál rafmagnsfræði riðstraums og unnin mælingarverkefni sem tengjast segulmagni, riðspennumyndun, spanlögmáli Faradays, lögmáli Lenz, spólum, spennum, rýmd og þéttum. Gerðir eru útreikningarog mælingar á riðstraumsrásum og fasviki (vektormyndum). Mælingar eru framkvæmdar með hliðrænum og stafrænum fjölsviðsmælum, tíðnigjöfum og sveiflusjám til staðfestingar á þeim grundvallarlögmálum sem verið er að skoða. Æskilegt er að nota hermiforrit til glöggvunar á mælingum. Farið er yfir teiknitákn,virkni og notkunarmöguleika á þéttum og spólum. Kynntir helstu staðlar sem eru notaðir við merkingar á þessum íhlutum.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.