RAL5036 - Raflagnir
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga er lögð áhersla á uppbyggingu á minni húsveitum frá heimtaug til einstakra neyslutækja fyrir allt að 100A heimtaug í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Fjallað er um helstu þætti raflagna og búnað þeirra fyrir ljósa- og tenglagreinar. Áhersla er lögð á að nemandi kunni góð skil á varnarráðstöfunum í stærri húsveitum. Kynnt eru sérákvæði í reglugerðum, t.d. varðandi raflagnir í einstökum rýmum og staðsetning á töflum. Gerðar eru verklegar æfingar, m.a. við uppsetningu aðaltöflu, raflagnir að þrífasa rafhreyfli, mælingar og prófanir, efnis- og kostnaðaráætlanir o.fl. Einnig verða lagðar raflagnir í kennslustofum í kjallara.