Fara í efni  

NOM3036 - Fjarskiptatækni

Áfangalýsing:

Kennd er uppbygging mismunandi vídeókerfa frá hefðbundnu sjónvarpi til HDTV. Fjallað er um forsendur fyrir upplausn í dreifikerfi, Kell factor og hvernig upplausnarþörf er reiknuð og yfirfærð í bandbreidd. Farið er í muninn á fléttaðri (interlaced) skönnun og heildstæðri skönnun (progressive) og flutningsleiðir og flutningskerfi. Uppbygging flatskjáa, innra kerfi og stýringar út á skjá. Bilanaleit og kerfisgreining flatskjáa (LCD) með kerfisleiðréttingu í huga eða enduruppsetningu stýrikerfis. Bilanaleit í LCD-skjáum. Uppbygging myndbandstökuvéla, merkjasamskipti og staðlar. Nemendur lærium þjöppun vídeós og hljóðmerkis og dreifingu þess á neti. Verkefni felist í því að setja upp vefsjónvarpog dreifa efni með mismunandi aðferðum í Multicast eða Unicast. Jafnframt læri nemendur umhljóðupptöku og dreifingu hljóðs. Gert er ráð fyrir að kennslan skiptist nokkuð jafnt á fræðilegri umfjöllun um sjónvarpskerfi, bilanagreiningu í flatskjáum, upptöku vídeós og hljóðs og útsendingar á internetið.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.