Fara í efni  

MYNXS24 - Myndmennt fyrir starfsbraut

Áfangalýsing:

Námið fer að mestu leyti fram á þann hátt að nemendur vinna ákveðin verkefni þar sem þeir þurfa að tjá sig á myndrænan hátt, bæði í tvívídd og þrívídd. Leitast er við að gefa nemendum kost á að nota fjölbreyttar aðferðir við myndvinnslu þannig að þeir þjálfist í að tjá sig á ólíkan máta. Sérstök áhersla er á að nemendur eflist í teikningu, litameðferð og í að byggja upp þrívíðar myndir. Áherslur eru einstaklingsbundnar, háðar myndrænni færni og formrænum skilningi hvers einstaks nemanda. Inn á milli er kennslan brotin upp með myndskoðun. Þá skoða nemendur listaverk eða aðra þætti sjónræns umhverfis með kennara og ræða saman um merkingu viðfangsefnisins bæði sögulega, táknrænt og frá sjónarhóli einstakra nemenda.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.