MYL6036 - Lokaverkefni
Áfangalýsing:
Nemendur velja sér verkefni eftir áhugasviði hvers og eins. Þeir geta dýpkað skilning sinn á miðlum sem þeir hafa áður kynnst eða kynnt sér nýja miðla. Nemendur vinna eigin rannsóknar og sköpunarferlisvinnu þar sem þeir leita víða gagna eftir því sem hentar hverju verki. Verkið skal uppfylla kröfur um hugmyndaauðgi, listræna framsetningu og góðan frágang.