MYL3148 - Teikning-myndgreining-myndbygging
Undanfari: MYL 202 og 212
Áfangalýsing:
Framhald formrænna athugana úr Myl 202. Áfanginn miðar að því að nemandi hljóti þjálfun á flestum sviðum sem lúta að teikningu. Fjölbreyttar teikniaðferðir skoðaðar og möguleikar teikningarinnar fyrir hverskonar þróunarvinnu og forvinnu fyrir frekari útfærslu á myndverki. Nemendur eru þjálfaðir í skissugerð og uppbyggingu tvívíðra myndlistarverka í formi og lit. Einnig eru grunnreglur um formræna uppbyggingu myndlistarverka skoðaðar og nemendur þjálfist í að rökstyðja og fjalla um bæði sín eigin verk og annarra á faglegan hátt.