MYL3036 - Þrívíddarformfræði.
Áfangalýsing:
Nemendur velta fyrir sér og vinna með hugtökin rými og þrívídd og skoða áhrif ljóss og skugga. Nemendur skoða hvernig hægt er að útfæra tvívíð verk (MYL203) í þrívídd. Þeir læra nokkrar grunnaðferðir við gerð þrívíðra verka s.s að vinna lágmynd úr pappa, móta leir og taka gifsafsteypu, vinna með hænsnanet, múrnet, vír, gifs - bæði blautgifs og gifsgrisjur, pappamassa o.fl. Nemendur vinna markvisst í skissubók/dagbók þar sem kveikja að hugmyndum, þróunarferli og möguleikum komaskýrt fram með skissum, ljósmyndum og greinargóðum texta. Einnig verður lagt fyrir nemendur hópverkefni, farið í vettvangsferðir og verk ýmissa listamanna kynn