Fara í efni  

MYL2236 - Ljósmyndun

Áfangalýsing:

Í áfanganum fá nemendur innsýn í heim ljósmyndunnar og þeir eiga þess kost að spreyta sig á ýmsum aðferðum til að tjá hugmyndir sínar og sýn á umheiminn. Þeir læra að notaundirstöðutækni við ljósmyndun (myndataka, bæði stafræn en einnig á filmu, við mismunandi aðstæður til að ná fram fjölbreyttu myndefni, framköllun og stækkun í myrkraherbergi, prentun og framsetningu) Nemendur vinna að eigin verkefnum innan ákveðins ramma sem kennari setur fyrir. Áhersla er lögð á að þroska nemendur í inntaki og uppbyggingu einstakra mynda og myndraða með því að skoða og greina eigin verk, myndir samnemenda og myndir úr ljósmyndasögunni.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.