LKN2S24 - Lífsleikni á starfsbraut
Áfangalýsing:
Í áfanganum felst að nemendur verði enn meðvitaðri um skipulag og reglur skólans, mikilvægi þess að fylgja þeim og hvað gerist þegar þær eru brotnar. Lögð er áhersla á virðingu fyrir einstaklingnum, tillitssemi og umburðarlyndi ásamt því að styrkja samkennd nemenda. Að nemendur þjálfist í félagslegum samskiptum, bæði utan og innanskólans. Að nemendur tileinki sér góða námstækni sem m.a. felst í skipulagningu á námsgögnum.