LIM2036 - Menningarumhverfi samtímans
Áfangalýsing:
Nemandinn kynnir sér menningarumhverfi samtíma síns. Farið verður í skilgreiningar á algengum hugtökum í menningarumræðu samtímans og ólík viðhorf sem birtast í þeirri umræðu kynnt. Námið byggist á virkri þátttöku nemandans og frumkvæði þar sem hann kynnist því sem er að gerast í menningarlífinu og metur það út frá eigin forsendum og fjallar um í hópi samnemenda. Hlutverk kennarans er að aðstoða nemendur við undirbúning og úrvinnslu athugana sinna með því að tengja þær við hugmyndafræði og menningarsögu.