Fara í efni  

LIM1136 - Skynjun, túlkun, tjáning.

Undanfari: LIM103

Áfangalýsing:

Í áfanganum kynnist nemandinn forsendum skynjunar, túlkun hans á skynhrifum og möguleikum hans á þeim grunni til tjáningar í listum og hönnun. Farið verður í gegnum þá þætti sem snúa að ákveðnum sviðum : sjón og tvívíðri tjáningu í teikningu, málverki og prenthönnun; sjón og snertingu í þrívíðri tjáningu í rýmislist og hönnun; heyrn og tímaskyni í hljóðtjáningu í tónlist; fjölþættri skynjun í rúmi og tíma í kvikmyndum, leiklist, óperu og dansi. Efnið verður tekið fyrir á fjölbreyttan hátt og unnið út frá eðlisfræði, líffræði og sálfræði og heimspeki, táknfræði og fagurfræði. Námið byggist að mestu á verkefnavinnu nemenda þar sem kennari leggur inn námsefnið og nemendur rannsaka síðan viðfangsefnin á margvísleganhátt. Umræður skipa stóran sess í heimspekiumfjöllun áfangans.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.