LGKXS24 - Listgreinakynning á starfsbraut
Áfangalýsing:
Nemendur kynnast ýmsum aðferðum í myndlist og textíl. Stutt verkefni eru unnin þar sem notuð er margskonar tækni. Nemendur skoða verk listamanna og hönnuða í sögunni eða á sýningum. Áherslan er fyrst og fremst á að njóta þess að skapa og að hver og einn nemandi vinni út frá sjálfum sér.