LAN1036 - Almenn landafræði
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Lögð er áhersla á kortalestur og að efla staðfræði þekkingu nemandans þar sem markmiðið er að vita m.a. hvar öll ríki heims eru og þekkja um 250 helstu staði á Íslandi. Fjallað er um lofthjúpinn, ræktarlandið og um nýtingu mannsins á auðlindum jarðar og vandamálum sem því fylgja og helstu úrlausnarleiðir. Fjallað er um sambandið milli þróunarríkja og iðnríkja, mælikvarðar á þróun kynntir og skoðað af hverju fátæku ríkin eiga svo erfitt með að brjótast úr viðjum fátæktar. Einnig er fjallað um iðnað, heimsviðskipti og borgir heims. Nemendur fá að spreyta sig á þvi að afla upplýsinga um einstök ríki á netinu sem og í bókum og kynna fyrir bekknum í máli og myndum.