LAG1336 - Lagnatækni
Áfangalýsing:
Nemendur geta lagt rörakerfi samkvæmt ísómetrískum teikningum. Jafnframt skulu þeir vera einfærir um að teikna og útfæra smíða- og lagnateikningar fyrir einstök verkefni. Þeir skulu þekkja efnisstaðla um rör, suðufittings, flangsa, bolta og pakkningarefni og geta á eigin spýtur valið smíðaefni til skilgreindra verka. Ennfremur geti þeir skipulagt vinnu sína m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi.