Fara í efni  

ITM1136 - Iðnteikning málmiðna

Undanfari: GRT203

Áfangalýsing:

Nemendur eiga að öðlast þjálfun í lestri og gerð fagteikninga samkvæmt gildandi stöðlum og reglum um véla- og málmsmíðateikningar. Nemendur fá undirstöðufærni í að lesa og vinna eftir teikningum á vinnustað. Þeir geta teiknað og útfært smíða- og lagnateikningar fyrir einstök verkefni. Teiknað samkvæmt stöðlum sem notaðir eru við almennar véla- og smíðateikningar: Lærð er grunnvinna með hornréttar fallmyndir, mælikvarða, strikagerðir, smiðsmiðaðar reglur um málsetningu , snið og skástrikun, skrúfugang og samsetningaeiningar, hrýfismerki, málvik, og suðutákn. Meðhöndlun teikninga, merkingar og vistun. Grundvallarreglur um gerð útflatningsteikninga. Unnið er í tölvum og grunnþekking þjálfuð í ACAD.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.