HSHXS24 - Hússtjórn á starfsbraut
Áfangalýsing:
Áfanginn byggir á því að kenna nemendum ýmislegt sem snýr að sjálfstæðri búsetu. Þetta eru atriði er lúta að venjulegu heimilishaldi eins og að halda heimilisbókhald, gera áætlanir um matarinnkaup, kaupa í matinn og elda/baka, skipuleggja þrif á heimili, þrífa o.s.frv. Fjallað verður um þá möguleika sem bjóðast að loknu námi varðandi nám, störf og áhugamál.