Fara í efni  

FOR109I - Vefforritun

Áfangalýsing:

Þessi áfangi er ætlaður sem kynning á forritun fyrir nemendur með enga forritunarreynslu. Áfanginn verður kenndur á þriðjudögum og fimmtudögum auk undirbúningstíma. Byggt verður á Lipped Classroom kennsluaðferðinni, sem felur í sér verkefnalotum á skólatíma og kennsluefni á vefnum. Þetta er gert með því að nemendur horfa á leiðbeiningar á netinu heima hjá sér þegar þeim hentar. Í kennslustundum nota kennararnir svo tímann til að aðstoða nemendur við að leysa verkefni sem tengjast námsefninu. Það verður farið í HTML, CSS, JavaScript, JQuery, MySQL og PHP. Áfanganum lýkur síðan með lokaverkefni þar sem nemendur nýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér á önninni. Einnig verður tekið tilllit til mætinga, ástundunar og árangurs. Áfangann má nota sem kjörsvið á bóknámsbrautum skólans. Hann hentar vel sem grunnur fyrir app- og leikjaforritun.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.