FFK2036 - Fagfræði kjötiðna II
Undanfari: FFK 103
Áfangalýsing:
Í áfanganum er fjallað um áhrif og notkun ýmissa aukefna í kjötiðnaði og hráefna annarra en kjöts. Farið er í röð efna við farsgerð. Fjallað um uppruna, framleiðslu, meðferð, notkun og geymslu, salts, nítríts, brennsluefna fyrir reyk og mjölefna s.s. hveiti sterkju jurtaprótín og dýraprótín. Nemendur læra gerð uppskrifta og þjálfast í því að gera eigin uppskrift af pylsum og reikna næringargildi hennar. Kenndur er útreikningur á magni aukefna og mjölefna. Fjallað er um meðferð og virkni mjölefna og aukaefna samkvæmt þeim lögum og reglugerðum sem eru í gildi hverju sinni. Farið er yfir framleiðslu, eiginleika og notkun náttúrulegra- og gervigarna. Kynntar helstu gerðir umbúða og pökkunaraðferðir, lofttæming og loftskipti. Farið er í uppruna, framleiðslu, geymslu, meðferð og notkun krydds. Nemendur læra að merkja vöru samkvæmt reglugerð sem á við um framleiðsluna.