Fara í efni  

ENV1024 - Endurlagnir og viðgerðir

Undanfari: HIK 104, MÁP 103, NEK 104 og FRK 105

Áfangalýsing:

Nemandanum verða kynnt eldri hitakerfi, tæki og lagnaefni s.s. geislahitun, gólflista-hitun, yfirhitun, kola- og olíukyntir katlar, olíubrennarar, múffuð pottrör blý- eða brennisteinsþétt, helstu lagnaefni til endurlagna í byggingar, val á lagnaleiðum. Eldri lagnir verða skoðaðar og metnar, eldri steinröralagnir í grunnum skoðaðar myndrænt, kynntar aðferðir við að klæða eldri frárennslislagnir að innan. Fjallað verður um öryggismál og hollustuvernd, einkum hugsanlegar hættur við rif eldri lagnakerfa og endurlagnir, m.a. leynda smithættu og hættu af asbesti. Nemandanum eru kenndar brunavarnir við endurlagnir, fyrirbyggjandi viðhald lagnakerfa og forvinnsla lagnahluta. Sérstök áhersla er lögð á framkomu, mannleg samskipti og umgengni þegar unnið er að endurlögnum.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.